• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is

Reykjavíkurborg semur við Momentum og Gjaldheimtuna um innheimtuþjónustu 2018-2022


Momentum greiðsluþjónusta ehf. og Gjaldheimtan ehf. voru lægstbjóðendur í útboði Reykjavíkurborgar um innheimtuþjónustu til næstu 4ra ára eða áranna 2018-2022 og 30. nóvember sl. var skrifað undir samning við félögin um þessa þjónustu. Momentum og Gjaldheimtan hafa sinnt innheimtum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2006 og þá hefur Gjaldheimtan sinnt innheimtuþjónustu fyrir Reykjavíkurborg frá stofnun félagsins árið 2003.
Momentum og Gjaldheimtan eru stolt af því að halda áfram samstarfi við Reykjavíkurborg. Á þeim árum sem Momentum og Gjaldheimtan hafa þjónustað Reykjavíkurborg með innheimtur hefur gífurleg þróun átt sér stað, sérstaklega hafa rafrænar vinnslur og sjálfvirkni aukist mikið. Tekist hefur að hámarka nýtingu tækja, hugbúnað og mannafla og starfsfólk Momentum og Gjaldheimtunnar hlakkar til að halda áfram að vera útvörður Reykjavíkurborgar á þessu sviði áfram.

Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Davíð B. Gíslason (t.v.), framkvæmdastjóri Momentum og Gjaldheimtunnar og Birgir Björn Sigurjónsson (t.h.), fjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Um Momentum
Momentum er íslensk sérhæfð innheimtuþjónusta sem leggur áherslu á hreyfingu peninga og viðhaldi viðskiptasambands milli kröfuhafa og greiðenda.
Innheimtulausnir
Momentum veitir hvers konar kröfuhöfum þjónustu og aðlagar þjónustu að þörfum þeirra hverju sinni.
Samskipti við greiðendur
Greiðendur geta haft samband í gegnum netfangið momentum@momentum.is eða í síma 510-7700.
Momentum- greiðslu og innheimtuþjónusta
Momentum veitir alhliða lausnir í greiðslu- og innheimtuþjónustu. Upplýsingar og ráðgjöf má fá í síma 510-7712 eða í gegnum netfangið radgjof@momentum...
Árangur
Fyrsta og mikilvægasta gildi Momentum er ,,árangur". Árangursloforð Momentum er byggt á þeirri meginreglu að ef innheimta tekst ekki fáum við ekki greitt. Innheimta Momentum er því veitt kröfuhafa endurgjaldslaust og að skaðlausu.  Með faglegri þjónustu sérhæfðs starfsfólks uppfyllum við þetta loforð.

 

Skoða nánar
Virðing
Virðing gagnvart greiðendum er lykilatriði í þjónustu Momentum og endurspeglast í fagmennsku. Reynslan sýnir að bestur árangur næst í innheimtu ef komið er fram við greiðendur af virðingu og skilningi á stöðu þeirra. Þannig nálgast Momentum greiðandann og leitar allra leiða til að ljúka innheimtuferli á farsælan hátt.

 

Skoða nánar
Fagmennska
Starfsfólk Momentum er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins. Án þess væri þjónustan vélræn og laus við þá persónulegu eiginleika sem einkenna þjónustu Momentum. Hún kann meðal annars að birtast í skilning á aðstæðum greiðenda og getu til að ljúka málum svo viðskiptasambandi sé ekki fórnað. 

 

Skoða nánar

Tilgangur og markmið

Framsækin og skilvirk innheimtuþjónusta 

Markmið Momentum er að veita heilsteypta og vandaða innheimtuþjónustu sem hentar þörfum hvers og eins kröfuhafa. Tilgangur Momentum er að mæta kröfum nútímans um sérhæfða og skilvirka innheimtu með aukinn innheimtuárangur að markmiði.  

Momentum gætir hagsmuna kröfuhafa í milliinnheimtu. Momentum greiðir kröfuhöfum jafnóðum þær kröfur sem greiddar eru í milliinnheimtu og þeir fá ætíð höfuðstól og dráttarvexti óskert í sinn hlut. 

Starfsfólk Momentum er mjög hæft og reynsluríkt í innheimtuþjónustu og með menntun á sviðum fjármála. 

Af hverju Momentum?

Momentum hefur starfað síðan árið 2000. 

Momentum er leiðandi á sviði frum- milli- og löginnheimtu. Félagið þjónustar allt frá einstaklingum og einyrkjum til lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja. Momentum veitir sveitarfélögum, opinberum félögum og ríkisstofnunum sömuleiðis þjónustu. Styrkleiki Momentum liggur meðal annars í aðlögunarhæfni að kröfum og þörfum sinna viðskiptamanna og í því hvernig Momentum nálgast  greiðendur án þess að viðskiptavild sé fórnað. Með samstarfi við Gjaldheimtuna getur Momentum veitt heildstæða innheimtuþjónustu sem unnin er af sömu fagmennsku á öllum stigum eins og kröfuhafar mega ætlast til af hálfu Momentum.

Með því að greiða fyrir fjárstreymi og skilvirkni greiðsluflæðis veitir Momentum rekstri sinna viðskiptamanna samkeppnisforskot og viðheldur keðjuverkun viðskipta- og atvinnulífs. 

Þess vegna velur þú Momentum.

 Þjónustan

Momentum er leiðandi aðili í greiðslu og innheimtuþjónustu. Flestum kröfuhöfum hentar einfaldlega betur að utanaðkomandi aðili sjái um útsendingu greiðsluseðla og sjái um fruminnheimtu að öllu leyti. Momentum getur tekið að sér þetta hlutverk, stofnað greiðsluseðla í bankakerfinu og sent út innheimtviðvaranir og er þjónusta aðlöguð að hverjum kröfuhafa fyrir sig. 
Allir geta lent í tímabundnum erfiðleikum og því að greiðsla dragist fram yfir eindaga svo krafa fer í milliinnheimtu. Momentum er sérhæfður aðili í milliinnheimtu sem leggur áherslu á að halda kostnaði í lágmarki fyrir alla aðila með sanngirni og samningsvilja að leiðarljósi. Greiðendur eru eindregið hvattir til að ljúka málum í milliinnheimtu, með samningi ef eingreiðsla gengur ekki.
Hafi greiðandi ekki svarað áminningum og viðvörunum í frum- eða milliinnheimtu eða ekki staðið við gerðan samning um frágang vanskilakrafna getur verið óhjákvæmilegt að senda kröfuna í áframhaldandi innheimtu hjá lögmanni. Momentum hvetur sína viðskiptamenn í slíkum tilfellum að nýta sér löginnheimtuþjónustu. Greiðendur eru eindregið hvattir til að gera upp eða leysa mál áður en til löginnheimtuaðgerða kemur þar sem þeim getur fylgt mikillkostnaður. 
Momentum og Gjaldheimtan geta sett kröfur sem ekki tekst að innheimta einhverra hluta vegna í kröfuvakt. Hvorugt félagið tekur hlutdeild í höfuðstól, vöxtum, vaxtavöxtum eða öðrum eignum kröfuhafa. Kröfuvaktin felur í sér reglulega sendingu ítrekana á líftíma kröfunnar. 
Ráðgjafar Momentum veita kröfuhöfum aðstoð við að finna lausnir í innheimtuþjónustu. Hafið samband í síma 510-7712 eða á netfangið radgjof@momentum.is og kynnið ykkur hvaða kostir eru í boði fyrir kröfuhafa.