• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Fruminnheimta

Fyrir suma aðila kann að vera hentugt að losna við þá vinnu sem felst í að senda út greiðsluseðla og stofna kröfur í banka.

Momentum býður upp á þessa þjónustu og er það þá val kröfuhafa hvort hann vilji sjálfur greiða fyrir þá þjónustu eða leggja þann kostnað ofan á kröfuna. Til að slíkt sé hægt þarf að vera skýr áskilnaður um slíkt gjald í upphaflegri kröfu eða birtum skilmálum kröfuhafa.

Greiðendur eru sérstaklega hvattir til að standa skil á greiðslum fyrir eindaga en að öðrum kosti verður send út innheimtuviðvörun áður en krafa fer til milliinnheimtu með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir greiðanda.