• Momentum
 • |
 • 510 7700
 • |
 • momentum@momentum.is
Leiðbeiningar fyrir kröfuhafa

LEIÐBEININGAR fyrir viðskiptavini 
Við undirritun samnings við Momentum er tekin ákvörðun um innheimtuhraða og upphæð þess gjalds sem fellur á skuldara samkvæmt gjaldskrá. Við skráningu kröfu fær kröfuhafi aðgang fyrir sig og sína tengiliði að þjónustuvef Momentum. 

Þjónustuvefur Momentum 
Kröfuhafi getur fylgst með framgangi mála á þjónustuvef Momentum, þar getur hann valið um nokkrar leiðir til að skoða sínar kröfur (Sjá eftirfarandi)

 • Yfirlit - Heildaryfirlit innheimtumála kröfuhafa
 • Hreyfingar - Hreyfingalisti yfir allar kröfur, greiddar eða ógreiddar og stöðu þeirra
 • Uppfletting - leitað eftir ákveðnum greiðanda (nafn eða kennitala) þar er hægt að fella kröfu
 • Samtölur - samtölur krafna (einnig niður á einstaklinga)
 • Lesa inn kröfur - senda kröfuskrár til Momentum
 • Sækja greiðslur - m.v. dagsetningu innborgunar til kröfuhafa

Kröfuhafi velur hvor hann vill setja sínar kröfur í frum- og milliinnheimtu hjá Momentum, eða hvort hann vill láta sinn banka sjá um fruminnheimtu og Momentum um milliinnheimtu. 
Kröfuhafa bjóðast mismunandi leiðir við að koma sínum kröfum til Momentum í innheimtu: 

Kröfuhafi getur sótt skilaform fyrir kröfur inn á vefsíðu Momentum eða fengið það sent í tölvupósti. Um er að ræða Excel-skjal sem villuprófar og flytur kröfurnar beint í innheimtukerfi Momentum. Eftir að hafa fyllt út formið, notar hann netfangið: momentum@momentum.is til að senda Momentum kröfurnar. 

Ef um fáar kröfur er að ræða er hægt að senda lista yfir kröfurnar með pósti eða faxi til Momentum. Einnig er hægt að afhenda kröfulista á skrifstofu Momentum alla virka daga frá kl. 9:00 - 16:00. 

Algengast er þó að kröfuhafi láti sinn viðskiptabanka sendi út greiðsluseðla með tilteknum eindaga. Ef ekki hefur verið greitt, ákveðinn dagafjölda eftir eindaga sendir bankinn kröfurnar til Momentum í milliinnheimtu. Velji kröfuhafi þessa leið sparar hann sér umtalsverða vinnu og tíma og þarf ekki að vakta sínar kröfur. 

Kröfuhafi þarf aðeins að:

 • Tilkynna þjónustufulltrúa í sínum banka að hann sé í samstarfi við Momentum.
 • Velja hvenær kröfurnar eiga að fara frá bankanum til Momentum, oftast 10-25 dögum eftir eindaga.

Ef kröfur hafa ekki fengist greiddar í milliinnheimtu fær kröfuhafi skýrslu, með faglegu mati á eftirstandandi kröfum. Í matinu koma fram ráðleggingar Momentum varðandi frekari innheimtuaðgerðir, s.s. málshöfðun, afskrift eða Kröfuvakt. 

Þegar kröfuhafi hefur viðskipti við Momentum á hann gjarnan uppsafnaðar kröfur. Það er mikilvægt að fara vel yfir þær til að taka út kröfur sem ekki eiga heima í milliinnheimtu en ættu að fara í löginnheimtu eða kröfuvakt.