• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is

Undanfarið hefur nokkur fjöldi tannlækna haft samband við okkur og óskað eftir að við sjáum um innheimtur á ógreiddum reikningum, en aukning virðist hafa orðið í því að tannlæknar fá reikninga ekki greidda á tilsettum tíma.

Við því er brugðist með tilboði til tannlækna um innheimtuþjónustu sem sérstaklega er aðlöguð að þörfum tannlækna: 

  • Ef þið búið til kröfur sjálf gegnum ykkar heimabanka getum við tekið við ógreiddum kröfum beint frá viðskiptabanka ykkar eftir eindaga kröfunnar.
  • Ef þið gerið ekki kröfur gegnum heimabankann getið þið komið með reikninga til okkar eða sent okkur þá, og við sjáum um að búa til kröfur í bankakerfinu, ykkur að kostnaðarlausu

 

Momentum og Gjaldheimtan vinna eftir þeirri meginreglu að sá sem stofni til kostnaðar eigi að bera hann, en í þessu tilviki er það sá sem ekki greiðir reikninga á tilsettum tíma sem stofnar til viðbótarkostnaðar með vanskilunum.  Það er þess vegna stefna okkar að greiðandi kröfunnar beri þann kostnað sem til fellur við innheimtuaðgerðir.

 

 

Hér að ofan má sjá skýringarmynd sem lýsir innheimtuferli sem við leggjum til að verði nýtt fyrir kröfur frá tannlæknum.

Ferlið hefst á „ógreiddum reikningi“ sem kröfuhafi getur sent beint til Momentum; ef þið hafið gert greiðsluseðla gegnum ykkar heimabanka getið þið að sjálfsögðu haldið því áfram. Við getum einnig séð um gerð greiðsluseðla ykkur að kostnaðarlausu, ef þið sendið okkur reikningana ykkar; við leggjum 290 króna seðilgjald á greiðsluseðilinn sem er okkar gjald fyrir gerð greiðsluseðilsins, en seðilgjaldið greiðist af greiðanda.  Eftir að greiðsluseðill hefur verið stofnaður tekur við tveggja vikna biðtími til eindaga greiðsluseðils.  Hafi seðillinn ekki verið greiddur daginn eftir eindaga er greiðanda send svokölluð lögbundin innheimtuviðvörun, en lög kveða á um að senda þurfi slíka viðvörun til að gefa greiðanda kost á að ganga frá málinu með lægsta mögulega kostnaði.  Við leggjum 800 til 950 króna innheimtugjald á hverja senda innheimtuviðvörun, en gjaldið greiðist af greiðanda.

Ef greiðandi bregst ekki við innheimtuviðvörun og greiðir kröfuna heldur ferlið áfram og svonefnt Milliinnheimtubréf er sent til greiðanda, því næst Aðvörun sem fylgt er eftir með símhringingu og að lokum fær greiðandi svonefnda Lokaaðvörun.  Sinni greiðandi ekki Lokaaðvörun og greiði reikning ykkar með áföllnum kostnaði fer krafan í löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni, en Gjaldheimtan er samstarfsfélag Momentum og sérhæft í löginnheimtu vanskilakrafna. 

Samkvæmt lögum má ekki líða skemmri tími en 10 dagar á milli bréfa og tekur ferlið þess vegna um það bil 40 daga.

Kostnaður Momentum sem lagður er á kröfurnar og greiðist af greiðanda er skilgreindur í reglugerð viðskiptaráðuneytis og kemur fram í eftirfarandi töflu.

 

Upphæð kröfu: Undir 3.000 kr: 3.000 - 10.499 kr: 10.500 - 80.000 kr: 85.000 kr:+
Innheimtuviðvörun 800 kr. 900 kr. 950 kr. 950 kr.
Milliinnheimtubréf 1.171 kr. 1.816 kr. 3.700 kr. 5.900 kr.
Aðvörun 1.279 kr. 2.031 kr. 3.700 kr. 5.900 kr.
Símtal 550 kr. 550 kr. 550 kr. 550 kr.
Lokaaðvörun 1.300 kr. 2.100 kr. 3.700 kr. 5.900 kr.

 

Ofangreindur innheimtukostnaður greiðist af greiðanda kröfu, ekki kröfuhafa.

Ábending:  Tannlæknum skal sérstaklega bent á að því miður gerist það að okkur berist kröfur til innheimtu, frá tannlæknum, þar sem greiðandi er undir 18 ára aldri.  Ekki er leyfilegt að innheimta kröfur á einstaklinga undir 18 ára aldri, heldur verður að hafa uppi á forráðamanni viðkomandi og innheimta kröfuna frá honum.  Ef tannlæknar koma með reikninga til okkar og láta okkur um að búa til greiðsluseðla, getum við fylgst með aldri greiðenda og gert viðeigandi ráðstafanir ef greiðandi er undir 18 ára aldri.

Til að hafa samband við okkur og kynna sér málið nánar getið þið hringt í síma 510-7712 eða sent tölvupóst á radgjöf@momentum.is

Momentum og Gjaldheimtan