• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Gjaldskrá leiguþjónustu

Innheimta leigusamninga

Gjaldheimtan og Momentum hafa sett upp sérstakan feril fyrir innheimtu leigusamninga og getur slíkur ferill hentað bæði stórum aðilum með margar íbúðir í leigu sem og einstaklingum sem eru með eitt herbergi eða íbúð á leigu. Ferillinn er heildarlausn á innheimtu leigusamninga sem tryggir leigusala fumlausa innheimtumeðferð frá upphafi til enda með hagsmuni leigusala að leiðarljósi en þó með fullri virðingu og sanngirni gagnvart leigutaka. Hér eru tekin saman helstu atriði þessarar þjónustu.

1.     Fruminnheimta:

 a.    Leigusali stofnar kröfu í viðskiptabanka sínum með gjalddaga/eindaga X degi.
b.    X+1d Momentum er rafrænt send krafan til meðhöndlunar frá viðskiptabanka.
c.     X+2d Momentum sendir innheimtuviðvörun til greiðanda með 10 daga fresti.

2.     Milliinnheimta:

 a.    X+12d-16d Momentum hringir í greiðanda.
b.    X+20d Momentum sendir lokaviðvörun með 10 daga fresti.
c.     X+31d-33d Momentum sendir kröfuna til Gjaldheimtunnar ásamt nýrri vanskilum ef eru. 

3.     Löginnheimta:

 a.    X+33d Gjaldheimtan sendir greiðsluáskorun með heildarskuld skv. leigulögum.
b.    X+41d Gjaldheimtan sendir riftun leigusamnings að höfðu formlegu samráði við leigusala. Almenn innheimta skuldarinnar frestast á meðan það ferli stendur yfir s.s. innheimta tryggingar eða annað. Gjaldheimtan veitir þó ráðgjöf hvað varðar innheimtukosti t.d. ef að tryggingar eru að falla á tíma osfrv.
c.     X+48d-50d Gjaldheimtan sendir útburðarbeiðni til héraðsdóms og fylgir málinu eftir í héraðsdómi, sýslumanni og við útburðinn sjálfan á staðnum þar til eignin er aftur komin formlega í vörslur leigusala. 

4.     Kostnaður:

 a. Momentum leggur sinn kostnað ofan á skuldina. Greiðist krafan ekki hjá Momentum eða er afturkölluð af leigusala vegna samninga er allur innheimtukostnaður felldur niður.
b.   Ef hefðbundin innheimta leiguskuldar tekst ekki vegna greiðslustöðu leigutaka og afskrifa þarf kröfuna fellir Gjaldheimtan niður innheimtukostnað sinn og gerir leigusala aðeins reikning vegna útlagðs kostnaðar við innheimtuna. Þessi kostnaður fer sjaldan yfir kr. 35.000 og er oftast mun lægri.
c.   Kostnaður við aðgerðir skv. leigulögum fer eftir því hversu langt nauðsynlegt reynist að fara. Skv. gjaldskrá Gjaldheimtunnar er ritun hverrar beiðnar eða áskorunar kr. 6.000,- (án vsk.)  en við bætist útlagður kostnaður á hverju stigi:

i
      Útprentun úr hlutafélagaskrá            kr.   1.500,-
ii.      Birting áskoru.nar                               kr.   2.500,-
iii.      Birting riftunar                                     kr.   2.500,-
iv.      Þingfesting útburðarmáls                kr. 15.000,-
vi.      Mót í héraðsdómi, eitt skipti            kr.   6.000,-
vii.      Aðfarargjald til sýslumanns           kr.   9.500,-
viIi.      Mót hjá sýslumanni, eitt skipti      kr.   6.000,-
viii.      Mót við útburð                                   kr. 15.000,-
Samtals                                                          kr. 58.000,-

Ef að kemur til ágreinings á einhverjum tíma, hvort sem er hjá héraðsdómi eða sýslumanni og taka þarf til varna er miðað við lægsta mögulega tímagjald hjá Gjaldheimtunni þó ólíklegt sé að til þess komi. Einnig er ekki hér tekið tillit til þess kostnaðar sem fellur til ef Gjaldheimtan fyrir hönd leigusala þarf að kosta flutningabíla, geymslu innbús, förgun og annarra atriða sem fallið geta til við útburð.

Þessi útlagði kostnaður auk kostnaðar Gjaldheimtunnar við útburðarmálið getur fallið á leigusala ef leigutaki greiðir ekkert og ekki tekst að ná fram endurheimtum af honum með hefðbundinni innheimtu en er þá ekki mikill miðað við hversu mikilvægt það er að koma eigninni aftur í góða leigu.

 

5.     Önnur atriði:
a.       Ferill þessi veitir leigutaka tækifæri á því að bregðast við vanskilum og er hann áminntur með lágum kostnaði eftir vanskil um afleiðingar þess ef hann ekki greiðir. Ferillinn er einnig mjög hraður þannig að ef vanskilin ná yfir í tvo mánuði þá fer innheimtan af stað skv. leigulögum og farið strax þær aðgerðir sem þarf til að tryggja hagsmuni leigusala sem best og að sem minnsta tap verði fyrir leigusala og hægt er.

b.     
Gjaldheimtan sér um alla liði í innheimtunni, útsendingu bréfa, mætingar í héraðsdómi eða sýslumanni eða umsýsla með útburðinum sjálfum, varðveislu eigna eftir útburð eða nauðungarsölu þeirra hluta sem verða eftir. Gjaldheimtan hefur á að skipa lögfræðingum og fleira starfsfólki sem hafa reynslu af þessum málum og eru þjálfaðir í að ná fram lausnum á sem allra skemmstum tíma.

c.      
Þess er freistað á öllum stigum ferilsins að ná fram lúkningu í málið, helst með uppgjöri á vanskilum eða skilum á íbúð og er haft samráð við leigusala um ákvarðanir þegar þess er þörf. Gjaldheimtan hefur mikinn skilning á hagsmunum leigusala að eignin sé í virkri leigu.

d.     
Leigusali getur hvenær sem er tekið málið til sín og gert þá upp kostnað vegna þeirrar vinnu sem þá hefur verið unnið í málinu.

e.      Fyrir frekari upplýsingar má leita til lögmanna 
 Gjaldheimunnar í gjaldheimtan@gjaldheimtan.is eða ráðgjafa Momentum í radgjof@momentum.is.