• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is

Við undirritun samnings við Momentum er tekin ákvörðun um innheimtuhraða og upphæð þess gjalds sem fellur á greiðendur í milliinnheimtu. Við skráningu er stofnaður þjónustuvefur. Í honum getur kröfuhafi fylgst með kröfum sem er í eða hafa verið í innheimtum í rauntíma og samskiptum milli greiðenda og Momentum. Einnig verður samband haft við viðskiptabanka og honum tilkynnt að stofnað hafi verið til samnings um innheimtuþjónustu og hvenær kröfur eigi að fara úr fruminnheimtu til milliinnheimtu. Kröfuhafi veit að engin þóknun eða gjöld eru innt af hendi vegna þjónustu Momentum fyrir hann né er tekin hlutdeild fyrir kröfur sem fara í Kröfuvakt. Momentum er því ekki aðeins hagstæðasti kostur í innheimtuþjónustu á markaðnum, þjónusta er að minnsta kosti verulega samkeppnishæf við aðra innheimtuaðila.

Innköllun krafna í milliinnheimtu

Kröfuhafi velur hvort stofna eigi kröfur í frum eða milliinnheimtu hjá Momentum. Ef þær koma fyrst til Momentum í milliinnheimtu getur kröfuhafi látið viðskiptabanka sinn sjá um að stofna þær eða hann gerir það sjálfur með þeim leiðum sem færar eru. Ef stofnað er til fruminnheimtu utan Momentum ber kröfuhafi ábyrgð á að greiðsluseðill berist til greiðanda.

Þegar stofnað er til krafna í milliinnheimtu eru ýmsar leiðir færar, til að mynda að þær fari sjálfvirkt til innheimtu, kröfuhafi velur sjálfur hvaða kröfur eigi að fara til innheimtu, kröfuhafi tekur afstöðu til hverju sinni hvaða kröfur eigi að fara til innheimtu eða valið einstaka viðskiptamenn sem fara eiga til innheimtu og tímaramma milli aðgerða.

Momentum nær mjög háu hlutfalli í milliinnheimtu en fyrir kemur að þær fari í löginnheimtu til Gjaldheimtunnar. Áður en krafa fer til löginnheimtu er send árangursskýrsla til kröfuhafa þar sem fram kemur faglegt mat á eftirstandandi kröfum og ráðleggingar um frekari innheimtuaðgerðir.