• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Fyrirkomulag vegna greiðsluuppgjörs

 

Momentum býður flestum kröfuhöfum upp á uppgjör með skiptigreiðslu. Með því móti skiptast greiðslur í milliinnheimtuferli í viðskiptabanka kröfuhafa og fé kröfuhafa fer beint á hans reikning án viðkomu á reikning Momentum. Með þessu fyrirkomulagi eru skilagreinar sóttar eins og ef um greiðslu á hefðbundnum greiðsluseðli væri að ræða. Samtímauppgjör dregur sömuleiðis úr vaxtatapi kröfuhafa enda berst honum krafan jafnóðum og hún greiðist.

Uppgjör greiðslu í löginnheimtu

Þegar krafa fer úr milliinnheimtu í löginnheimtu er hún felld niður  úr reikningskerfi Reiknistofu Bankanna og gera þarf skil á henni með greiðslu til Gjaldheimtunnar. 
Ef krafa í löginnheimtu er greidd beint inná reikning kröfuhafa þarf hann að ganga frá uppgjöri eða skráningu innborgunar hjá Gjaldheimtunni þegar í stað til að framhald innheimtunnar sé skýrt og rétt. Greiðist krafan til Gjaldheimtunnar er henni skilað að jafnaði samdægurs eða næsta virka dag.