• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is

Momentum og Gjaldheimtan bjóða kröfuhöfum upp á heildarlausnir á sviði innheimtu sem byggir á; fruminnheimtu, milliinnheimtu, löginnheimtu og kröfuvakt.

 

Með beinlínutengingu við Momentum geta kröfuhafar sent inn gögn og fylgst með stöðu mála hvenær sem er. Beinlínutenging við bókhaldsforrit fyrirtækja skapar jafnframt öryggi og gefur kröfuhöfum kost á að fylgjast með stöðu krafna. Upplýsingar uppfærast daglega og uppgjör greiddra krafna fer fram ekki síðar en næsta virka dag.

Heildarinnheimta 
Ferli heildarinnheimtu nær frá útgáfu greiðsluseðils til löginnheimtu og kröfuvaktar ef þörf krefur. Momentum og Gjaldheimtan halda í slíkum tilfellum utan um innheimtuferlið þar til krafa fæst greidd, farið er í árangurslaust fjárnám eða aðgerðir eru metnar árangurslausar. 

Fruminnheimta 
Í fruminnheimtu er krafa skráð innheimtukerfi Momentum  og netbanka móttakanda. Jafnframt er greiðsluseðill gefinn út. Útsending innheimtuviðvörunnar er lögbundin og er hluti af fruminnheimtu kröfu. Hámark kostnaðar við innheimtuviðvörun er bundinn í reglugerð.

Milliinnheimta 
Milliinnheimta getur hafist ef skuld er enn ógreidd þegar komið er fram yfir eindaga á reikningi og eftir að greiðslufrestur innheimtuviðvörunar er liðinn. Milliinnheimta Momentum er alfarið á kostnað greiðanda. Í almennu milliinnheimtuferli Momentum fær greiðandi send fjögur bréf með reglubundnum hætti. Í fyrsta bréfinu (Áminning) er krafan sundurliðuð og skuldara gerð grein fyrir næstu aðgerðum. Kröfuhafi velur hversu marga daga hann vill láta líða milli útsendra bréfa, 10 - 15 dagar er algengast og er 10 dagar lágmarkið. Með bréfi tvö er send ítrekun til greiðanda um að greiða kröfuna. Sé henni ekki sinnt er honum send aðvörun um afleiðingar frekari vanskila. Lokaaðvörun er send sé aðvörun ekki sinnt. Hafi krafan ekki enn fengist greidd er hringt í greiðanda og hann látinn vita að berist ekki greiðsla verði mál sent til löginnheimtu.

Kostnaður við innheimtu fellur á greiðanda hverju sinni sem byggist á þeirri hugmyndafræði að greiðendur í skilum eiga ekki að þurfa að greiða fyrir vanskil annarra. Momentum stillir þó innheimtukostnaði í hóf án þess að draga úr hvata greiðanda til að ljúka vanskilum sínum. Hámark kostnaðar í milliinnheimtu er bundinn í reglugerð með stoð í innheimtulögum. Momentum  fær aldrei hlut í innheimtri kröfu og er innheimtan án kostnaðar fyrir hann. 

Löginnheimta 
Ef aðgerðir í frum- eða milliinnheimtu hafa ekki borið árangur er löginnheimta oftast síðasta og eina úrræðið. Gjaldheimtan og Momentum hafa gert með sér samstarfssamning, sem felur í sér að Gjaldheimtan annast löginnheimtu á kröfum þeirra viðskiptavina Momentum sem það kjósa. 
Í löginnheimtu er úrræðum réttarkerfisins beitt við innheimtu vanskilakrafna. Það fer eftir tegund kröfu hvaða úrræðum er beitt, en hér er um að ræða aðgerðir s.s. stefnubirtingu, greiðsluáskorun, dómsmeðferð, fjárnám, nauðungarsölu og gjaldþrot. Kröfuhöfum er boðið faglegt mat á mögulegum innheimtuárangri, verði krafa sett í löginnheimtu. 

Kröfuvakt 
Momentum býður upp á kröfuvakt fyrir kröfuhafa á kröfum sem ekki hefur tekist að innheimta þrátt fyrir ítrekaðar aðgerðir og kröfuhafi óskar eftir slíkri þjónustu í stað almennrar innheimtumeðferðar. Kröfuvakt Momentum felur í sér að sendar eru reglulegar áminningar um kröfuna á líftíma hennar og einnig haft samband við greiðanda. Að því loknu er krafa afskrifuð nema að kröfuhafi óski eftir frekari innheimtuaðgerðum.