• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Þjónustan

Fyrir marga kröfuhafa getur það verið mjög stórt skref að treysta utanaðkomandi aðila fyrir innheimtu viðskiptakrafna sinna enda snýr það oft að núverandi viðskiptamönnum fyrirtækisins og ótti um framtíðartekjutap er skiljanlegur. Innheimtufulltrúar og ráðgjafar skilja þennan ótta og sníða þjónustuframboð sitt alfarið að óskum kröfuhafa í ljósi gildanna "Árangur" "Virðing" "Fagmennska" sem sjást í hinum þremur stólpum vörumerkis Momentum.

í ljósi reynslu og þekkingar innan fyrirtækisins, sem stofnað var árið 2000, Reynslu og þekkingu okkar byggjum við á þrettán ára reynslu fyrirtækisins en Momentum er elsti alíslenski þjónustuaðili í frum, milli og löginnheimtu og veitir allt frá einstaklingum og einyrkjum til lítilla, meðalstórra og stórfyrirtækja að sveitarfélögum, opinberum félögum og ríki þjónustu og lausnir á því sviði. 

Styrkleiki Momentum liggur í aðlögunarhæfni að kröfum og þörfum kröfuhafa og nálgunum gagnvart greiðendum í að ljúka kröfum með hagsmuni og viðskiptasambönd kröfuhafa og greiðenda í huga.

Með því að greiða fyrir fjárstreymi og skilvirkni greiðsluflæðis tryggir Momentum virkni viðskipta- og atvinnulífs á þann hátt sem hagkvæmastur er fyrir alla aðila. 

Þess vegna velur þú Momentum.