• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Að starfa hjá Momentum

Mannauður er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og hjá Momentum er valinn maður í hverju rúmi.  Starfsfólk Momentum er reynslumikið, metnaðarfullt og ákveðið í að veita bestu þjónustu hverju sinni, hvort sem er gagnvart greiðendum eða kröfuhöfum. Flestir starfsmenn hafa menntun á sviði viðskiptafræði, lögfræði, eða innan bókhalds.

Kröfu um reynslu og menntun er mætt með samkeppnishæfum launum, mjög góðum starfsanda og góðri starfsaðstöðu í fallegu umhverfi Laugardalsins.

Momentum og Gjaldheimtan eru í augnablikinu ekki að leita að nýjum starfsmönnum en alltaf með augun opin fyrir hæfileikaríku fólki. Þeir sem vilja skila inn almennri umsókn geta gert það með því að fylla út og skila inn almennri umsókn í umsóknarforminu hér til hliðar. Sérstakur áhugi er á fólki með menntun í viðskiptafræði og bókhaldi og reynslu/þekkingu í innheimtu og Navision.