• Momentum
  • |
  • 510 7700
  • |
  • momentum@momentum.is
Um Momentum

Félagið Momentum var stofnað árið 2000 af fjórum lögmönnum með sérhæfingu og reynslu af innheimtu. Tilgang þess, hlutverk og markmið má finna í nafni þess, "Momentum" sem táknar skriðþungi. Með því má segja að þegar kröfur eru komnar í innheimtu til Momentum muni greiðsluflæði aukast og með bættu fjárflæði geti stjórnendur fyrirtækja einbeitt sér að því að bæta hag síns rekstrar enn frekar með aukinni atvinnusköpun, hagsæld og skriðþunga í samfélaginu. 

Tilgangur og markmið 

Markmið Momentum greiðslu- og innheimtuþjónustu er að veita alhliða þjónustu við innheimtu allt frá útgáfu greiðsluseðils til löginnheimtu. Tilgangurinn er að fyrirtæki geti haft innheimtu á einum stað hjá sérhæfðum aðila sem fylgir eftir hverri kröfu þar til hún er greidd. Momentum byggir á því að innheimtuferlið sé kröfuhafa algerlega að kostnaðarlausu en jafnframt að sanngirni sé gætt við ákvörðun innheimtukostnaðar. 

Momentum leggur ríka áherslu á að innheimtuferlið og innheimtuaðferðir séu byggðar á þörfum kröfuhafa og aðstoði greiðendur við að ljúka uppgjöri. Momentum byggir á að innheimtuferlið sé kröfuhafa að kostnaðarlausu en jafnframt að sanngirni sé gætt við ákvörðun innheimtukostnðar. Afleiðing þessarar stefnu er að hagsmunir Momentum er að tryggja bæði hagsmuni kröfuhafa og greiðenda eins og frekast er unnt og markvisst unnið þannig að innheimtuaðferðirraski ekki framtíðarviðskiptahagsmunum aðila. 


Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að mæta kröfum nútímans um sérhæfða og skilvirka innheimtu ásamt hraðara upplýsingaflæði um vanskil 

Traust og örugg starfsemi 

Starfsfólk Momentum leggur mikið upp úr að bjóða hagkvæma og örugga lausn í innheimtuþjónustu. Skil á greiddum kröfum fara fram jafnóðum. UPpgjör eru skýr og einföld og upplýsingaflæði er hratt svo kröfuhafar hafa alltaf yfirsýn yfir raunstðu útistandandi krafna.