Ný þjónusta! Nútíma kröfufjármögnun
Inkasso kynnir betri leið fyrir fyrirtæki til að breyta útistandandi reikningum í handbært fé.
Lesa meiraGreiðendur
Viltu greiða eða semja? Flest mál er hægt að klára á einfaldan hátt. Við fögnum því að heyra frá þér hvort sem það er á spjallinu, í tölvupósti eða í síma.
Kröfuhafar
Þú ert á réttum stað ef þig vantar aðstoð við innheimtuna. Sjáðu hvernig við gerum góðar heimtur betri fyrir um 3000 ánægða viðskiptavini.
Manneskjuleg innheimtuþjónusta
Okkar sýn er að umbreyta innheimtuþjónustu með áherslu á upplifun greiðenda og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Við erum skilningsrík, lausnamiðuð og notum rafrænar lausnir sem létta líf hagsmunaðila beggja vegna borðs og gerum þannig góðar heimtur betri.
Okkar sýn
Manneskjuleg innheimtuþjónusta
Við umbreytum innheimtuþjónustu á Íslandi, gerum hana manneskjulegri og stuðlum að hugarfarsbreytingu gagnvart innheimtuferlinu hjá öllum sem það snertir.
Hlutverk
Gerum góðar heimtur betri
Við umbreytum innheimtuþjónustu með áherslu á upplifun greiðenda og höfum samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Við erum skilningsrík, lausnamiðuð og notum rafrænar lausnir sem létta líf hagmunaðila beggja vegna borðs og gerum þannig góðar heimtur betri.
Loforð
Við sköpum hugarró
Við hjá Inkasso verndum dýrmæt viðskiptasambönd og stuðlum að áhyggjuleysi með því að koma málum í góðan farveg.
Samfélagslega ábyrg innheimta
Samfélagslega ábyrg innheimta einkennist af því að innheimtufyrirtækið axlar ábyrgð á þeim áhrifum sem ákvarðanir þess og starfsemi hafa með gegnsærri og siðferðislegri háttsemi. Þar beinum við athygli okkar sérstaklega að greiðendum en einnig kröfuhöfum, starfsmönnum, samfélaginu og umhverfinu í heild. Við horfum m.a. til 7 af 17 Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hvað þetta varðar.
Neytendamál
- Greiðendum veittar nákvæmar, gagnsæjar og gagnlegar upplýsingar á skýru skiljanlegu máli um rétt sinn og möguleika.
- Við leggjum áherslu á upplifun greiðenda og ánægja þeirra er einn okkar aðal mælikvarði.
- Fylgjum ISO 27001 staðlinum um stjórnkerfi upplýsingaöryggis og tryggjum þannig vernd persónuupplýsinga.
Umhverfismál
- Fyrirtækið styður skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann og stefnir að a.m.k. 40% minni losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.
- Minni pappírnotkun, flokkun sorps, minni orkunotkun, stuðningur við umhverfisvæna ferðamáta til og frá vinnu o.s.frv.
- Það sem eftir stendur er kolefnisjafnað í heild sinni með kaupum á vottuðum kolefniseiningum.
- Stuðla að jákvæðri þróun óbeinna áhrifa með því að snúa innkaupum til birgja með viðurkenndar umhverfisvottanir
Vinnumál
- Fyrirtækið vinnur að því að innleiða jafnlaunavottun í þeim tilgangi að mismuna ekki launþegum sínum og greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf.
- Fyrirtækið sjái öllum starfsmönnum fyrir aðgengi að þróun færni, þjálfun og starfsnámi og tækifærum til að fá framgang í starfi á jafnréttisgrundvelli og án misréttis.
- Fyrirtækið vinni markvisst að því að útrýma sálfræði- og samfélagstengdum hættum á vinnustað sem stuðla að eða leiða til streitu og veikinda. Í þeim tilgangi gerist fyrirtækið aðili að sáttmála Samtaka atvinnulífsins gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Mannréttindi
- Fyrirtækið stuðli að auknu launajafnrétti kynjanna, efnahagslegu jafnræði með jafnlaunavottun.
- Að tryggja jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækisins.
- Vera virkir þátttakendur í jafnvægisvoginni.
- Að huga sérstaklega að réttindum aðflutts fólks og stuðla að umhverfi sem einkennist af virðingu fyrir réttindum aðfluttra og fjölskyldna þeirra.
Samfélagsleg virkni og þróun
- Fyrirtækið styðji við kunnáttu í fjármálalæsi með því að taka þátt í átaksverkefnum á því sviði.
- Fyrirtækið veiti greiðendum frían aðgang að kennsluefni um fjármálalæsi.
- Fyrirtækið stuðli að og styrki þýðingu á efni fyrir innflytjendur í því skyni að styrkja stöðu þeirra.
Sanngjarnir starfshættir
- Við ábyrjumst að ástunda siðferðislega háttsemi í samskiptum við samstarfsaðila, birgja, viðskiptavini og samkeppnisaðila.
Stjórnarhættir fyrirtækisins
- Fyrirtækið fylgi stefnu um siðferði sem tekur einnig til birgja og stuðlar þannig að samvinnu um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- Starfsmenn hafi af því hvata að viðhafa samfélagslega ábyrgð.
- Fyrirtækið gefi út sjálfbærniskýrslu.
- Áhersla er á tiltekin Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
- Setji sér markmið og birti framvindu á heimasíðu.
- Ákveðnir þættir vottaðir af þriðja aðila.
- Meirihluti stjórnar sé óháður stærstu eigendum fyrirtækisins.