Greiðendur

Upplýsingar fyrir greiðendur

Hafir þú fengið eitt eða fleiri bréf frá Momentum er það vegna þess að krafa á þig, sem stofnuð hefur verið í banka, er komin fram yfir eindaga og viðkomandi kröfuhafi hefur valið innheimtuþjónustu hjá Momentum við innheimtu þeirrar kröfu.

Momentum leitar allra leiða sem tækar eru til þess að leita lausna við að ljúka málum . Við hvetjum þig því til að klára greiðslu sem fyrst eða semja um lausn hennar til að draga sem mest úr kostnaði.

Ef þú hefur athugasemdir við kröfuna er mikilvægt að þú komir þeim á framfæri sem fyrst til okkar svo að hægt sé að koma þeim til kröfuhafa og hægt sé að taka afstöðu til athugasemdanna til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað og innheimtuaðgerðir ef hægt er.

Hafðu samband í síma 510-7700 eða á netfangið momentum@momentum.is hafirðu einhverjar athugasemdir eða viljir semja um greiðsludreifingu.

Opnunartími skrifstofu er 8-16 alla virka daga