Innheimtuferlið

Innheimtuferlið

Momentum hefur þróað innheimtuferli sem hentar langflestum kröfuhöfum en ef þörf er á sérsniðinni lausn eru ráðgjafar Momentum með góða og mikla reynslu til að finna lausnir vegna slíkra óska. Kröfukerfi Momentum býður upp á að hafa mismunandi ferla fyrir hvern og einn kröfuhafa sem geta þannig flokkað kröfur sínar eftir hagsmunum hverju sinni.

Almennur innheimtuferill Momentum hefst fyrst þegar greiðsluseðilli hefur farið fram yfir eindaga. Þá sendir Momentum innheimtuviðvörun án kostnaðar fyrir kröfuhafa. Ef viðskiptabanki sendir innheimtuviðvörun fyrir kröfuhafa greiðir hann fyrir hverja innheimtuviðvörun samkvæmt gjaldskrá bankans hverju sinni

Verði innheimtuviðvörun ekki sinnt er sent út milliinnheimtubréf, tvær ítrekanir og ferli loks endað með símtali til greiðanda sem hvattur er til að greiða eða semja um dreifingu greiðslu. Að öðrum kosti fer innheimta til Gjaldheimtunnar með auknum kostnaði og innheimtuaðgerðum samkvæmt réttarfarslögum.

Í öllum aðgerðum er greiðandi hvattur til að ljúka máli með greiðslu ellegar semja um greiðsludreifingu sé greiðslubyrði kröfu of þung.

 
Momentum býður upp á lausnir í greiðslu og innheimtuþjónustu í fruminnheimtu, milliinnheimtu og löginnheimtu að viðbættri kröfuvakt.
Lykilatriði er að innheimta sé þannig framkvæmd að hún valdi kröfuhafa ekki tjóni með glötun viðskiptasambanda. Þess vegna vinna innheimtufulltrúar Momentum eftir þeirri reglu að sveigjanleiki og virðing gagnvart greiðendum sé höfð að leiðarljósi og á öllum stigum reynt að ljúka málum í sátt.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við innheimturáðgjafa Momentum.