Frétt

Reykjavíkurborg semur við Momentum og Gjaldheimtuna

01.01.2018 08:00

Reykjavíkurborg semur við Momentum og Gjaldheimtuna um innheimtuþjónustu 2018-2022

 

Momentum greiðsluþjónusta ehf. og Gjaldheimtan ehf. voru lægstbjóðendur í útboði Reykjavíkurborgar um innheimtuþjónustu til næstu 4ra ára eða áranna 2018-2022 og 30. nóvember sl. var skrifað undir samning við félögin um þessa þjónustu. Momentum og Gjaldheimtan hafa sinnt innheimtum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2006 og þá hefur Gjaldheimtan sinnt innheimtuþjónustu fyrir Reykjavíkurborg frá stofnun félagsins árið 2003.

Momentum og Gjaldheimtan eru stolt af því að halda áfram samstarfi við Reykjavíkurborg. Á þeim árum sem Momentum og Gjaldheimtan hafa þjónustað Reykjavíkurborg með innheimtur hefur gífurleg þróun átt sér stað, sérstaklega hafa rafrænar vinnslur og sjálfvirkni aukist mikið. Tekist hefur að hámarka nýtingu tækja, hugbúnað og mannafla og starfsfólk Momentum og Gjaldheimtunnar hlakkar til að halda áfram að vera útvörður Reykjavíkurborgar á þessu sviði áfram.

 

Davíð B. Gíslason (t.v.), framkvæmdastjóri Momentum og Gjaldheimtunnar og Birgir Björn Sigurjónsson (t.h.), fjármálastjóri Reykjavíkurborgar

Til baka